Fab Lab Strandir
Fab Lab (Fabrication Laboratory) er smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðja gefur einstaklingum og fyrirtækjum tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.
Í Sýslinu er Fab Lab; verkstæði, áhöld og verkfæri sem hægt er að nýta í fjölbreytta sköpun af ýmsu tagi. Fólk getur komið og nýtt sér aðstöðuna gjaldfrjálst á opnunartímum og Sýslarar aðstoða og leiðbeina eftir bestu getu.
Opnunartímar
Fab Lab Strandir og verkstæði Sýslsins eru opin 2022 á mánudögum kl. 16-19.
Opið á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Stafrænt verkstæði
Full Spectrum Laser PS20 skeri sem hægt er að laserskera plexiplast, pappa, pappír, leður, textíl og tréplötur (tex, krossvið, mdf ofl) upp að 3mm þykkt. Þá er hægt að laserbrenna á ýmis efni að auki, s.s. gler, stein og málm.
Prusa Mini er nákvæmur þrívíddarprentari fyrir öll helstu plastefni í þrívíd. Hámarks stærð prenthlutar er 180x180mm. Hægt er að vinna þrívíddarteikningar í mörgum forritum, þar af nokkrum ókeypis s.s. Tinkercad, Sketchup og Fusion360.
Ooznest Workbee 3D fræsari í borði. Hægt er að vinna í tré og mjúka málma, einnig í plast og fleira. Hámarksstærð vinnsluhlutar er 150 og 150cm.
Modela MDX20 er smáhlutafræsari sem hentar vel til að fræsa rafrásir eða lítil módel. Þá er einnig hægt að skanna þrívíða hluti í honum með nálaskanni.
Hægt er að vinna þrívíddarteikningar fyrir báða fræsarana í ókeypis forritum eins og Tinkercad, Sketchup og Fusion360. Modela tekur prentskrár DXF og STL.
Silhouette Portrait er lítill pappírsskeri sem getur skorið pappír og pappa upp að 2mm þykkt. Einnig hægt að skera ýmsar filmur og plast í honum. Skerinn hentar vel til að búa til kort, skapalón, skrauthluti ofl. Hægt er að hanna og vinna stafrænar skrár fyrir skerann í Inkscape sem er frítt forrit.
Almennt verkstæði
Á trésmíðaverkstæðinu er hægt að vinna flest í trésmíði. Þar er borðsög, bandsög, borvélar, handfræsarar, pússivélar o.fl.
Saumur: Hægt er að sauma á venjulega saumavél og overlockvél. Helsta saumadót s.s. Strauborð og straujárn, skæri, málbönd o.þ.h.
Ullarþæfing: Ullarflóki, plast og þæfingarnálar.
Leirrennibekkur, snúningsdiskur, leiráhöld ofl. Ekki leirbrennsluofn en hægt að hafa milligöngu um að koma hlutum í brennslu í ofn sveitarfélagsins.
Málun: Málaratrönur, spjöld fyrir vatnslitun,
Dúk- og trérista: Skurðarjárn fyrir dúk- og tréristu, litlir prentvalsar og handprentvals. (engin grafíkpressa).
Silkiþrykk: Rammar og skvísur.
48w lóðstöð. 40w lóðbolti og 80w lóðbolti. Tin og lóðdót.
Silfursmíðastöð. Eldplata, spíss, handverkfæri, slaglóð ofl.
Á málmsmíðaverkstæðinu verður hægt að sjóða með migsuðu bæði ál og stál. Hægt verður að renna járn og mýkri málma í málmrennibekk. Einnig borvélar og helstu handverkfæri.