Hvað er Sýslið?

Sýslið er fjölskyldufyrirtæki á Hólmavík sem vill virkja sköpunarkraftinn í íbúum og gestum og styðja við allskonar sköpun, list, framleiðslu og tækni.

Sýslið samanstendur af verkstæðum sem ýmist eru notuð af eigendum til að hanna og skapa en líka opin fyrir fólki að koma og nýta sér þau. Þá stendur Sýslið fyrir ýmsum námskeiðum tengdum listum, hönnun og nýsköpun.

Skapandi rými
fyrir allt Strandafólk

Sem íbúar á svæði sem er langt frá allskonar þjónustu höfum við fundið þörf til að koma á fót skapandi rými þar sem fólk getur komið og prófað allskonar efni og tæki til að búa til allt mögulegt. Það er stefna okkar að Sýslið verði að samfélagsmiðstöð sem fólk getur sótt bæði fróðleik og afþreyingu til.

Sýslið Sýslumannshús Hólmavík

Fólkið í Sýslinu

Við í Sýslinu erum samhent fjölskylda með hafsjó af hugmyndum og mikla sköpunargleði. Við erum öll með ólíkan bakgrunn en saman höfum við yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af ýmsu. Okkur dreymir um að virkja samfélagið með okkur í nýsköpun, tilraunir, endurnýtingu og hvaðeina.

Ásta Þórisdóttir

Hönnuður

Ásta er myndlistarmaður, hönnuður og listkennari. Hún hefur langa reynslu af alls konar skapandi starfi og hefur tekið að sér ýmis verkefni, s.s. vöruhönnun og sýningahönnun. Ásta starfar sem listgreinakennari á Hólmavík og hefur langa kennslureynslu að baki.

Svanur Kristjánsson

Tækjameistari

Svanur er tækjamaður Sýslsins. Hann hefur innsýn og þekkingu í allskonar vélar og tæki og stýrir stafræna verkstæðinu og heldur öllum vélum og tækjum í standi. Svanur er einstaklega úrræðagóður að finna lausnir á vandamálum og er þjónustulipur með afbrigðum.

Silja ástudóttir

Vefstjórn

Silja er með viðskiptafræðimenntun og er ritstýra strandir.is og kvaka.is. Hún sér um allskonar skýrslur, markaðsmál, umsóknir, fréttaskrif og upplýsingamiðlun fyrir Sýslið.

Bára Örk Melsted

Þýðingar

Bára Örk er sálfræðinemi og sér um þýðingar á textum fyrir vefsíður og markaðsefni Sýslsins.

Samstarfs- & styrktaraðilar