Westfjords food

Sýslið verkstöð er með býbú og framleiðir Strandahunang. Sýslið tók þátt í verkefninu Vestfirskir smáframleiðendur sem Vestfjarðarstofa stóð fyrir. 

Sýslið og Húsavíkurbúið á Ströndum eru í samstarfi með að bjóða jólagjafapakka til fyrirtækja og stofnanna sem inniheldur vestfirsk matvæli og framleiðslu.

Í Sýslinu er unnið að vöruhönnun tengdri matvælaframleiðslu s.s. umbúðir og skurðarbretti úr rekavið.

Verið er að vinna að því að koma upp matarsmiðju í Sýslinu með tilraunaeldhúsi þar sem hægt er að þróa og hanna matvöru. Sýslið fékk styrk frá Uppbyggingasjóði til hönnunar á viðbyggingu sem mun hýsa Matarsmiðjuna en byggingaframkvæmdir hafa ekki hafist ennþá. Matarsmiðjunni er ætlað að vera vettvangur fyrir vöruþróun á hráefni og matvælum úr nærumhverfinu.