Verkefni

Arfisti er verkefni um nýtingu á plöntum sem alla jafnan eru illa þokkaðar og taldar til óþurftar og ama. Verkefnið er sprottið upp úr meistaraverkefni Ástu Þórisdóttur í hönnun frá Listaháskóla Íslands 2019. Arfisti er persóna sem flakkar um með vagninn sinn og kennir fólki að nýta sér gróður í nærumhverfinu á ýmsan máta.

Meistaraverkefnið samanstóð af færanlegum eldhúsvagni, plöntusöfnunarúlpu og veggteppi þar sem saumaðar voru 10 mest hötuðu plöntur landsins. Arfisti hefur haldið nokkar fræðslu- og þátttökusmiðjur fyrir börn og fullorðna þar sem hægt er að læra að nýta sér plönturnar til ýmissa hluta s.s. til matar, drykkjar, í sogrör og perlur og til jurtalitunar. 

Ásta Þórisdóttir hönnuður

Arfistinn

Hægt er að panta Arfistann í fræðslu- og þátttökusmiðjur.
Hafið samband í síma 663-5319 eða sendið póst á syslid@syslid.is. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum samfélagsmiðla Arfistans.

fókus

Skógarkerfill

Í lokaverkefninu valdi Ásta að skoða sérstaklega skógarkerfil þar sem hann virtist vera mest hataða planta landsins. Hægt er að lesa ritgerðina hér og greinargerð á ensku um verkefnið.

Tilraunir & rannsókn

Í framhaldinu sótti Ásta um og fékk styrk úr Matvælasjóði til að gera frekari rannsóknir og tilraunir á skógarkerfli í þeim tilgangi að finna út hvort hægt væri að nýta plöntuna til matar eða annars. Þessu verkefni lýkur í lok árs 2021 og verða helstu niðurstöður birtar.

Arfistinn í landanum

Horfa á Arfistann í Landanum.

Hönnunarmars

Arfisti tók þátt í Hönnunarmars vorið 2021 og sýndi afrakstur tilrauna við að nýta skógarkerfil í mat en einnig í umbúðir, pappír og plötur.