Vefsíða

Strandir.is er frétta- og upplýsingavefur Stranda (strandir.is lokaði í byrjun árs 2023). Helsta markmið miðilsins er að auðvelda aðgengi að upplýsingum um þjónustu á svæðinu og að fjalla um málefni tengd Ströndum. Miðlinum er ætlað að efla innviði og samstöðu Stranda sem og að skapa vettvang til að ræða málefni tengd svæðinu.

Strandir.is er ein af afurðum byggðaþróunarverkefnisins Brothættar byggðir, á vegum Byggðastofnunar en Strandabyggð og Árneshreppur eru þátttakendur í verkefninu. Það var á fyrsta íbúafundi Strandabyggðar í tengslum við verkefnið sem hugmynd um sameiginlegan vef fyrir svæðið kom upp. Sótt var um styrk í Öndvegissjóð Brothættra byggða og fékk verkefnið myndarlegan styrk sem gerði það kleift að ráðast í þetta framtak.

Hugsjónin

Við vildum gera vef sem myndi bæða hafa yfirlit yfir þá þjónustu og afþreyingu sem er í boði á svæðinu en einnig að skapa vettvang fyrir svæðisbundinn fréttaflutning og pistlaskrif. Vefur sem væri fyrir allt Strandafólk og velunnara Stranda, þjónar öllu svæðinu og er eflandi fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

hönnunarstaðall

logo, letur, litir

Það var mjög mikil vinna lögð í hönnunarstaðal strandir.is. Það er auðkenni (e. logo), leturgerðir og litir. Við vildum að heildarupplifunin væri eitthvað sem gæti höfðað til sem flestra en á sama tíma auðkennandi fyrir svæðið og eitthvað sem væri sérstaklega tengt Ströndum.
Auglýsingastofan Aldeilis gerði hönnunarstaðalinn í samstarfi við Sýslið verkstöð.

Strandabláir

Bláu litirnir í bædi auðkenni strandir.is og teikningum eru teknir beint úr landslaginu á Ströndum. Strandabláu litirnir okkar eru bæði dökkir og kaldir, sýna hörku og hráleika, en einnig ljósari og mjúkir bláir tónar sem sýna blíðu og kyrrð.

Baujubleikur

Við vildum sterka stuðningsliti, ákveðna og fallega sem lyfta grunnlitunum okkar upp. Við vorum með margar myndir af Ströndum sem við notuðum í hugmyndavinnunni og þar sáum við oft að á t.d. bryggjumyndum voru það baujur sem voru okkar náttúrulegi stuðningslitur. Eftir að hafa borið marga baujuliti við þá völdum við að lokum djúpbleikan sem passaði fallega með hinum litunum okkar. Hann fékk auðvitað nafnið baujubleikur.

Stuðningsgrafík

Myndheimur