Vefverslun

Sýslið verkstöð rekur vefverslunina Kvaka.is sem er  með handverk og hönnun af Ströndum. Síðan er vefverslun Stranda og var gerð á sama tíma og strandir.is, með sama styrk úr Öndvegissjóði Brothættra byggða. Vefurinn opnaði á þjóðhátíðardaginn 2021. 

Markmið

Leitast er við að bjóða vandaðar vörur sem eru framleiddar og hannaðar af Strandafólki eða úr hráefni af svæðinu. Kvaka stefnir á að bjóða upp á matvörur af svæðinu í byrjun 2022.