Þjónusta

Sýslið verkstöð tekur að sér ýmsa hönnun á vörum, umbúðum, verðlaunagripum og gjafavörum. Ef þú ert með hugmynd eða vantar úrlausn á einhverri hönnun og gerð prótótýpu þá getum við skoðað og gert verðtilboð. 
Sýslið getur einnig tekið að sér framleiðslu á laserskornum og þrívíddarfræstum vörum í litlu upplagi.

Hægt er að koma og nýta aðstöðuna gjaldfrjálst á opnunartímum og Sýslarar aðstoða og leiðbeina eftir bestu getu. Við gefum svo tilboð í sérverkefni og hönnun.

Ertu með hugmynd eða spurningar?
Heyrðu í okkur í síma 663-5319 eða sendu póst á syslid@syslid.is

Opnunartímar

Fab Lab Strandir og verkstæði Sýslsins eru opin á mánudögum kl. 16-19.

Opið á öðrum tímum eftir samkomulagi.