Home Viðburðir Inkscape 1 – Límmiðar

Inkscape 1 – Límmiðar

2. mars 2022
Kl. 19-22
4 kennslustundir (4x40mín)
6.000 krónur

Lærðu að teikna, vinna myndir og texta fyrir vinyl- og laserskera. Undirstöðuatriði kennd í teikniforritinu Inkscape sem er ókeypis hugbúnaður.

Á námskeiðinu er unninn límmiði fyrir vegg eða textíl og krefst engrar forkunnáttu.

Vinyl-, pappírs og laserskerar bjóða upp á endalausa möguleika á að skera út límmiða, kort, smáhluti og hirslur úr ýmsu efni.

Innifalið er efni og afnot af tölvum en þátttakendur geta komið með sínar eigin fartölvur ef vill. Hámarksfjöldi 6.

Sýslið er með þrjú sjálfstæð námskeið í Inkscape sem eru hvert um sig eitt skipti. Það er hægt að velja að fara á eitt eða fleiri. Fyrsta námskeiðið krefst engrar forkunnáttu, en námskeið tvö og þrjú gera ráð fyrir að fólk hafi smá grunn í forritinu. 

Kennari: Ásta Þórisdóttir

Ásta er með listmenntun í grafík frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og meistaragráður í listkennslu og hönnun frá Listaháskóla Íslands. Ásta er með langa reynslu af kennslu barna og fullorðinna. 

Þátttakendur fá staðfestingarskjal fyrir þátttöku og skráðar kennslustundir og geta sótt um tómstundastyrki til stéttarfélaga sinna. Námskeið hjá Sýslinu verkstöð eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Hægt er að koma og nýta sér tækjabúnað Sýslsins á opnum verkstæðum á mánudögum milli kl. 16 – 19.

Dagsetning

02 03 2022
Expired!

Tími

19:00 - 22:00

Verð

6.000 kr

Meiri upplýsingar

Skráning →

Staðsetning

Sýslið verkstöð
Hafnarbraut 2
Category
Skráning →