Teikning 1 – Form og skygging
26. janúar 2022
Kl. 19-22
4 kennslustundir (4x40mín)
6.000 krónur
Undirstöðuatriði í hlutateikningu. Grunnformin skoðuð, ljós og skuggar og skyggingar. Einfalt ílát teiknað og skyggt.
Innifalið er allt efni og áhöld. Hámarksfjöldi þátttakenda 6.
Þetta námskeið er fyrir byrjendur í teikningu og er fyrsta af þremur eins skiptis teikninámskeiðum Sýslsins. Hægt er að fara á eitt eða fleiri námskeið í þessari námskeiðsröð. Námskeiðin eru góður grunnur fyrir frekari teiknun og málun.
Kennari: Ásta Þórisdóttir
Ásta er með listmenntun í grafík frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og meistaragráður í listkennslu og hönnun frá Listaháskóla Íslands. Ásta er með langa reynslu af kennslu barna og fullorðinna.
Þátttakendur fá staðfestingarskjal fyrir þátttöku og skráðar kennslustundir og geta sótt um tómstundastyrki til stéttarfélaga sinna. Námskeið hjá Sýslinu verkstöð eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.